laugardagur, september 02, 2006

Laugardagur til lukku...

Ég er að fara í brúðkaup og skírn í dag og ég hlakka óheyrilega mikið til. Ekki bara vegna þess að ég er að deyja úr spenningi hvort drengurinn fær nafnið Andri Björn eða Fannnar Björn heldur líka út af því að ég hlakka svo til að sjá brúðina og gumann í sínu fínasta pússi. Hvað er betra en að fá smá tár í augun og upplifa rómantíkina sem á sér stað í litlu brúðkaupi.

Ég hef aldrei verið hrifin af stórum brúðkaupum eða bara brúðkaupum yfir höfuð þ.e. svona eins og þau birtast í Brúðkaupsþættinum JÁ, með öllum þessum hefðbundnu hundleiðinlegu leikjum sem hafa verið leiknir alltof lengi.

Besta brúðkaup sem ég hef farið í var hjá foreldrum mínum árið 2000, þá ákváðu þau eftir 18 ára samvistir að láta gefa sig saman og sögðu mér og systrum mínum frá því á föstudegi og athöfnin var á laugardegi, afmælisdegi föður míns. Í kirkjunni voru einungis þau, við systurnar, presturinn og nokkrir flautuleikarar. Þetta var ákaflega falleg stund:) Síðan var búið að bjóða nánustu ættingjum í afmælisboð á Grunninn og þegar þeir mættu var mamma auðvitað í látlausum fallegum hvítum kjól þannig að það fór ekki á milli mála hvað var í gangi. Þetta var brúðkaup í lagi.

Ég hef sömu væntingar til dagsins í dag, ég held að þetta verði svona lítil falleg athöfn þar sem engin uppgerð á sér stað. Oh ég get ekki beðið...

En að öðrum málum. Það er ekki svo alslæmt að vera kennari bæði auðvitað út af því að þetta er draumastarfið mitt og mér finnst ótrúlega gaman í vinnunni og síðan eru launin bara miklu miklu hærri en ég átti von á. Nú hugsa einhverjir tala við hana eftir 3 mánuði en ég gæti bara ekki verið sáttari, dugar allaveganna mér og mínum en auðvitað gæti maður orðið þannig að þegar maður sér þetta hækka vill maður alltaf meira og meira. En allaveganna þá er alltaf að bætast einhverjar summur ofan á það sem ég hélt að væri heildartalan. Eins og já svo færðu auðvitað auka hérna fyrir þetta og hérna bætist ofan fyrir þetta o.s.frv., held að viðbótin hlaupi á einhverju tugum án gríns:)

Jæja nú blöskrar örugglega einhverjum kennurum en ég læt það ekki á mig fá, svo ég minnist nú ekki á vetrarfríin, jólafríin, páskafríin og sumarfríiin...þið sem getið ekki verið sammála...fáið ykkur bara annað starf, bara hundleiðinlegra...tek samt fram að mér finnst að laun almennt sem snúa að umönnunarstörfum eigi að vera miklu miklu hærri. Kennarar halda bara oft að þeir séu þeir einu sem standa höllum fæti.

Jæja kannski aðeins of mikið á jákvæðu nótunum í dag en maður kemst nú ekki langt nema vera það svona svona endrum og sinnum!

Engin ummæli: