miðvikudagur, september 13, 2006

Ég var svo ógeðslega þreytt í gærkvöldi og svo fannst mér ég eiga svo endalaust mikið eftir að skipuleggja fyrir vinnuna og ég horfði á þetta allt fyrir framan mig og var við það að fara að gráta en tók mér tak og gerði það ekki, heldur fór að sofa alltof seint og var andvaka til tvö þannig að ég hefði alveg getað horft á Magnavökuna eins og restin af þjóðinni...

Í dag var ég hins vegar ótrúlega spræk, gerði fullt af tilraunum í náttúrufræðinni um millilítra og rúmsentimetra og var með yfirfallsker og var næstum farin í hvíta sloppinn og svona og svo voru mínir ormar svo duglegir í algebrunni, brunuðu alveg áfram og ég var eins og stolt mamma 23 unglinga en svo voru þau reyndar mjög þreytt í íslensku en hver er ekki þreyttur eftir langan vinnudag þegar klukkan er að verða hálf þrjú og einhver kennarastelpa er að fara yfir einkenni lýsingarorða...

Fór síðan á kennarafund þar sem ég sló um mig með nokkrum bröndurum...

Síðan var ég að koma úr síðdegiskríunni minni, hún fer svona á topp 10 held ég bara. Náði nefnilega engri kríu í gær og þá verð ég bara svona öfugsnúin;)

Og nú er bara að koma helgi once again!


Engin ummæli: