Ég held að ég hafi verið að taka mjög svo skynsamlega ákvörðun áðan...
Ég ætla að sleppa því að fara á barnabókmenntaráðstefnuna í Stokkhólmi sem mér var boðið á núna 21. september...
Það er nefnilega ekkert víst að "litli kallinn í mallanum" myndi vera ánægður með það og að sjálfsögðu tekur maður enga sénsa þegar svona mikið liggur við.
Jæja ég er fegin að vera búin að ákveða þetta og varpa "sprengju" númer 2 hérna á vinnustaðnum og það var auðvitað ekkert mál frekar en hin fyrri:) Það fer bara einhver annar núna og skólastjórinn sannfærði mig um að ég fengi annað tækifæri seinna til að fara á slíka ráðstefnu.
Ég get farið glöð inn í helgina og hafið það gott um helgina kæru vinir:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli