föstudagur, september 15, 2006

Ég er farin að hallast að því að ég gangi með grænmetisætu...

Síðan ég komst að því að ég væri ekki kona einsömul hef ég varla komið niður bita af kjöti. Jú reyndar sleppur álegg á pizzu en kjöt í formi nautsteikur eða einhverju álíka hefur varla farið inn fyrir mínar varir.

Flestir sem þekkja mig vita að ég hef ósjaldan bölvað réttum á Græna "hollustubuff" kostinum eða á Næstu grösum og ávallt hef ég haldið því fram að ég fái hreinlega í magann af því að borða þennan óþverra.

Áðan eftir afar skemmtilega ferð í bíó á nýjustu mynd Woody Allen, Scoop (eitt sem hefur líka breyst hjá mér) fékk ég skyndilega óstjórnlega löngun í að fá mér eitthvað hollustubuff. Spínatbuff á þessum græna varð fyrir valinu og mikið fannst mér það gott. Hvað er eiginlega að gerast með skyndilinduna?

Þarf síðan aðeins að ræða um Woody Allen og viðhorfsbreytingu gagnvart honum, held ég sé að fikra mig yfir í "hinn hópinn"!

Eigið annars góða helgi!
ég er farin í kennarapartei....

Engin ummæli: