sunnudagur, september 24, 2006

Oh það er svo gott að vera í helgarfríi...

Verst hvað þær eru alltaf fljótar að líða en vikan er svo sem alveg jafn fljót að líða og það verða komin jól áður en maður veit af!

Er einmitt aðeins farin að huga að jólunum, fór allt í einu í morgun að hugsa hvernig ég myndi nú skreyta hérna í Kambódíu og hvar ég gæti mögulega verið með jólatré...

Í dag er planið að þrífa kofann, þvottur kominn í eina vél, verið að taka af sængunum og ryksugan að fara á fullt.

Í gær fór ég á myndina Step up með systrum mínum tveimur og auðvitað klikkaði hún ekki. Verst að mig langaði ískyggilega að fara að kenna Body jam en það verður víst að bíða aðeins betri tíma, fékk reyndar alveg staðfestingu á því að ég þyrfti nú ekkert að taka því neitt sérstaklega rólega lengur og ég mætti nú alveg sprikla aðeins. Best að fara bara rólega af stað þegar er búið að liggja í dvala svona lengi. Byrjaði reyndar í meðgöngujóga á fimmtudaginn sem var agalega hressandi...

Jæja farin í húsverkin!
Adios

Engin ummæli: