föstudagur, september 22, 2006


Í dag fékk ég að heyra það frá einum samkennara mínum að ég ætti svo ótrúlega mikið af flottum fötum, væri bókstaflega í nýju dressi á hverjum degi!

Var það planið fröken tískulögga? Er með einkastílista sko...

Allaveganna þegar ég reyndi að malda í móinn og sagði að ég væri nú búin að vera í sama kjólnum í þrjá daga bara með mismundi fylgihluti með...sagði sami kennari að ég minnti hana eiginlega bara á Carrie Bradshaw en bætti svo um betur að ég væri bara svona týpa eins og Carrie Bradshaw...æj þetta gladdi nú mitt litla hjarta enda er ég Carrie;)

Hafið það gott um helgina, mín verður stútfull af frítíma til að gera eitthvað stórskemmtilegt eins og að kíkja á eitt Workshop hjá les mills, hitta vini, borða góðan mat og umfram allt sofa út!

ta ta...
miss Bradshaw!

Engin ummæli: