laugardagur, desember 16, 2006

Bumbudiskó...

Skellti mér í jógatíma í hádeginu, hef nefnilega aldrei áður drifið mig af stað á laugardegi því tíminn byrjar alltaf 11:30 og þá er ég nú bara oftar en ekki enn í bælinu!

Þetta var svaka stuð, allir í hring að dansa eins og fífl, svona svipað og þegar ég og Rex fórum í dansjógað og vorum að ná í eldinn og spýturnar og kveikja bál! Nema hvað að þetta kallaðist bumbudiskó, fullt af misstórum bumbum að hrista sig út í loftið og láta loftið flæða um sig. Engin kynfæra öndun í dag en góð slökun í lokin og takið í rasskinninni að hverfa:)

Í dag ætla ég að slaka á og klára að pakka inn restinni af gjöfunum, kannski þrífa pínu, skrifa smá jólakort, leggja mig og borða góða mat.

Ekki svo alslæmt að vera svona í fríi!

Libba

Engin ummæli: