miðvikudagur, desember 13, 2006


Hugguleg kvöld í desember...


Eftir fallega jarðarför hjá langömmu hans Andra fórum við heim og lögðum okkur aðeins, hvað er annað hægt að gera í svona kuldabola eins og er núna. Fyrir utan það að ég á auðvitað alltaf að vera að leggja mig!


Endurnærð vaknaði ég og fór yfir nokkur próf en datt svo í hug hvort það væri ekki sniðugt að rúlla niður í bæ, setjast inn í Eymundsson og fá sér einn kaffi, lesa slúðurblöðin og klára jólakortin. Ég plataði AFO með mér og þetta var voða huggulegt. Komum síðan við í pullunni hjá Gumma og slöfruðum í okkur einni með öllu!


Ég ryksugaði líka pleisið og gerði mér ferð út í búð eftir Pepsí-Max enda von á Pepsí-Max og Victoriu Secret drottningunum á morgun!


Ég held samt að frá og með deginum í dag verði ég að leggja háu hælunum. Fæ einhvern fáránlegan sting í aðra rasskinnina sem leiðir út um allan fót þegar ég geng í smá hælum...þannig að núna er það bara bæbæ fallegu klossar og stígvél og velkomnar Converse elskur! Ég græt það svo sem ekkert enda ekki vön því að vera mikið í hælum!


Mætti samt kannski gera meira af því í vettvangsferðum með bekknum mínum eins og í gær þegar ég fór með bekkinn á disko/pönk sýninguna á Árbæjarsafninu og rútubílstjórinn kom í dyrnar og spurði yfir hópinn hvar kennarinn væri eiginlega! Ég rétti svona upp hönd og reyndi að teygja úr mér og kallaði hér! Ekkert nýtt svo sem og ég ætla að hætta að kippa mér upp við þetta!

Eigið ljúfa nótt...

Engin ummæli: