þriðjudagur, desember 05, 2006


Sálumessa Mozarts var frábær eins og við mátti búast...


Fór að vísu á þetta verk í fyrra hjá kórnum hennar mömmu og Atla afa og þau gáfu nú Óperukórnum barasta ekkert eftir:) Flott hjá ykkur!


Best fannst mér að ég var búin að geyma eina litla Mozart kúlu í vasanum allan tímann og bauð Andra hana einmitt þegar var verið að spila kaflann sem Mozart náði ekki að klára, mjög táknrænt allt saman í bland við að það var slökkt á kerti. Krílið hafði líka gaman að enda kominn tími til að venja það á klassíkina. Fórum síðan í smá tilraunastarfsemi með Mahler og fleiri klassíkera þegar við komum heim og viðbrögðin voru mögnuð.


Kannski ástæðan fyrir því að ég er svona dáldið pínu þreytt núna;)

Engin ummæli: