þriðjudagur, desember 12, 2006

Nú held ég að krílið sé með hiksta...

frekar fyndið að einhver sé með hiksta inni í manni!

Annars var ég í jóga áðan og þar vorum við í blóminu að mig minnir, liggja á bakinu, halda í stóru tá og þrýsta hnjánum út. Þá segir kennarinn skyndilega að við eigum að reyna að anda með kynfærunum... einmitt frekar spes en líklega bráðnauðsynlegt í fæðingu! Hún nefndi líka að það væri mjög gott að setja bara svona lótusblóm þarna á milli og ímynda sér að maður sé að opna blómið...ég á nú að vísu bara lótusblómakertastjaka sem Regína gaf mér í jólagjöf í fyrra, kannski get ég notað hann! Ég mun allaveganna segja AFO að minna mig á þetta þ.e.a.s. ef ég er eitthvað að gleyma því að anda með kynfærunum:)

Með vinsemd,
Lótusblómið með herra hiksta í mallanum!

Engin ummæli: