fimmtudagur, desember 07, 2006

Ég var að vinna á stelpukvöldi hjá 7. bekk í kvöld...

það var dáldið gaman hjá okkur píunum eða svona meira hjá lillunum en ég var svona með. Það voru kokteilar, snakk og fleira gómsætt í boði. Síðan var hægt að fá naglalökkun á einum básnum og hárgreiðslu á öðrum. Hjúkrunarfræðingur kom með smá kynfræðslu og gaf dömubindi og stúlkurnar gátu spurt hana spjörunum úr;)

Hápunktur kvöldins var síðan tískusýning 12 stúlkna á öllu því helsta í haust-, vetrar-, vor- og sumartískunni, ekkert slor þar á ferð! Í lokin var síðan hárgreiðslukeppni þar sem ég fékk að vera módel og hver haldiði að hafi unnið, jú jú ég eða þær sem greiddu mér. Ég er núna með svona fasta fléttu sem kemur í U-beygju yfir kollinn á mér og tengist síðan í skátagl. Mjög vel gert hjá þeim en er ekki hægt að segja að geri mig fullorðinslega!

Fínasta skemmtun þar á ferð...
Og já ég fór í jóga í dag og ég get ekki hætt að lofsama þetta jóga, það er yndislegt! Missti einmitt af því á þriðjudaginn því ég tók skyndilega upp á því að æla úr mér lungunum. Veit ekkert af hverju, kannski bara smá flensa! Vona allaveganna að ég sé ekki að fara að byrja á ælunum aftur...

Allaveganna
bless í bili!

Engin ummæli: