Nú árið er liðið...
Þetta hefur verið eitt undarlegasta ár sem ég hef upplifað og hálf skrýtin tilfinning að byrja og enda það á óléttu. Ég er svo sannarlega að taka ársmeðgöngu! Leyfum myndunum að tala sínu máli.
Janúar og febrúar
Einkenndust af viðurstyggðar ógleði og slappleika sem var nú ekki mjög hressandi en allt vildi maður nú leggja á sig fyrir þennan nýja einstakling sem hefði mögulega getað litið dagsins ljós. Flestir vita að það endaði illa þann 15. febrúar og það skýrir kannski litlar sem engar myndatökur en svona nokkuð styrkti okkur og kenndi okkur að meta lífið á annan hátt.
...og árshátíð hjá adidas
Mars og apríl
MBL kynni voru endurnýjuð með Fernet Branca!Fórum í stórkostlega ferð til Köben sem bjargaði hreinlega geðheilsunni enda tók góður hópur vina á móti okkur
Peik og Pavlov og pabbi hans Peik:)
Við stelpurnar fengum okkur nokkra kokteila...
Og hlóum ótrúlega mikið og tókum til í sálartetrinu...
Spiseloppen
Eitt af mörgum Idol-kvöldum í apríl
Við Lára vorum nú ekki mikið að stressa okkur á lokaverkefninu enda vorum við með Lárus sem dyggan aðstoðarmann!
Og tjúttið hélt áfram í góðra vina hópi...
Skelltum okkur á "Við tjörnina" með parinu góða
Maí og júní
Í maí vorum við með stórar hugmyndir í kollinum og fluttum inn á Kambó
Héldum innflutningsboð og ég prófaði að vera dökkhærð...það stóð nú ekki lengi!
Héldum innflutningsboð og ég prófaði að vera dökkhærð...það stóð nú ekki lengi!
Útskriftardagurinn rann upp bjartur og fagur og Linda litla var orðin kennslukona með meiru!
Útskriftarteiti þar sem setið var jafnt inni sem úti. Þúsund þakkir fyrir mig!
Þann 28. júní kom síðan í ljós að lítið ljós var kviknað inni í mér og að sjálfsögðu greip um sig mikið panik í bland við gleði
Daginn eftir fæddist síðan þetta litla ljós, hann Bjarki Fannar:)
Ættarmót á Kirkjubæjarklaustri fyrstu helgina í júlí
Júlí og ágúst
Helgi hélt útskriftarveislu þann 9. júlí enda orðinn viðskiptafræðingur með meiru (og banjoleikari)
AFO lagði fótboltaskóna á hilluna um miðjan júní sem gerði okkur kleift að ferðast og fara í bústað oftar en á síðustu 7 árum!
Allir að "hugga sig" í bústað
AFO lagði fótboltaskóna á hilluna um miðjan júní sem gerði okkur kleift að ferðast og fara í bústað oftar en á síðustu 7 árum!
Allir að "hugga sig" í bústað
Fyrstu 11 vikur meðgöngunnar starfaði ég á siglinganámskeiði, hress í blautbúningi!
Skallinn var tíður gestur á Kambó í jogging með skyr:)
Mega-Mappi og Mega-Linda fengu sér nú eina pizzu saman!
22. ágúst var síðan væntanlega einn stærsti dagur ársins, við fórum í annað skipti á þessu ári í 12. vikna sónar og ég tók á móti mínum fyrsta umsjónarbekk. Þetta gekk allt saman vonum framar en viku síðar ákvað litla krílið aðeins að stríða okkur og minna á hvað þetta er nú mikið kraftaverk allt saman. Þetta þýddi eina ferð niður kvennadeild en sem betur fer var allt í góðu standi. Það má segja að þetta hafi tekið ansi mikið á taugarnar.
22. ágúst var síðan væntanlega einn stærsti dagur ársins, við fórum í annað skipti á þessu ári í 12. vikna sónar og ég tók á móti mínum fyrsta umsjónarbekk. Þetta gekk allt saman vonum framar en viku síðar ákvað litla krílið aðeins að stríða okkur og minna á hvað þetta er nú mikið kraftaverk allt saman. Þetta þýddi eina ferð niður kvennadeild en sem betur fer var allt í góðu standi. Það má segja að þetta hafi tekið ansi mikið á taugarnar.
Við kíktum á þessa litlu blómarós, Matthildi Birtu:)
Fórum á Morrisey tónleika í höllinni...
September og október
September og október
2. september giftist Lára sínum heitelskaða og ég sló táramet í kirkjunni!
Helgi var kvaddur með Sufflé á Kambó...
AFO og Franklín töffari (fæddur 8. apríl 2006) náðu vel saman
Þann 6. okt. var haldið upp á 24 ára afmæli húsfreyjunnar með stæl!
Þetta haustið ákváðum við að hætta að keyra okkur alveg út til dauða hvað varðar vinnu og AFO var "bara" í skóla. Ég skipti líka algjörlega um gír og einbeitti mér að einni vinnu og jóga 2 í viku:)
Sigríður Erla fimleikastelpa með pabba sínum
Nóvember og desember
Nóvember og desember
Systur að knúsast í nóvember
AFO og Hjalti Ká í NY
Tilvonandi fimm ættliðir sem vonandi ná að verða að veruleika
Harpa, amma og mamma á Lækjarbrekku eftir vel heppnaða bæjarferð í lok nóvember
Kakó og smákökur á Kambó...
Afi og Alda á aðventunni
Rómantísk stemning í desember
R+V í rauðvíni og ostum rétt fyrir jól
Eldsmiðjuhittingur á Þorlák
Skallinn hafði rétt fyrir sér, það taka allar konur TIGER tímabil:)
Allir að taka upp pakka á aðfangadagskvöld á Grunninum
Grunnfamilían
Þegar ég rúlla yfir þetta skrýtna ár í huganum rennur upp fyrir mér hversu klakklaust ég hef farið í gegnum síðustu 23 þar á undan, þó það komi nú eitt sem reynir aðeins á. Mikið er ég nú óskaplega heppin að eiga þessa yndislegu góðu fjölskyldu og allan þennan aragrúa af góðum vinum sem eru alltaf tilbúnir að styðja mann í blíðu og stríðu.
Ég held að það sé nú ekki annað hægt en að vera þakklátur og ég óska ykkur öllum farsældar á árinu 2007. Ég held að það verði frábært ár:)
Og það er við hæfi að enda þetta á því að óska okkur Kambóhjónum til hamingju með daginn enda 7 ára samvistarafmæli í höfn:)
Knús og kossar frá okkur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli