sunnudagur, desember 10, 2006

Á meðan aðrir púla í prófum pakka ég inn jólagjöfum og fer yfir próf...

Já það er ansi skrýtin tilfinning að vera ekki í skóla í desember í fyrsta skipti á ævinni! Byrjaði að pakka inn gjöfum í gær og kláraði ein 14 stykki, er reyndar bara búin að skrifa 12 jólakort af 42, en það kemur. Það er svo sem ekkert stress í kringum þetta, langar bara að vera búin að þessu þann 21. des þannig að ég geti bara notið þess að slappa af og rölta um í bænum með öllum vinum mínum sem koma heim um jólin:) Auður, Álfrún, Helgi, Magga, Regína og Sóley koma öll heim rétt fyrir jól og ég hlakka svoooo til að hitta þau.

Annars varð ég hálfpirruð áðan þegar ég var búin að setja mig í stellingar til að fara yfir ljóðafyrirlestra hjá krökkunum og síðan var ekkert á disknum...óþolandi! Annars hef ég nóg annað til að að fara yfir og ætla aðeins að setja mig í gírinn núna. AFO er að læra í Eymundsson, honum finnst það svo fínt þá getur hann fengið surferað kaffi um hæl! Ég er að spá í að taka strætó niður í bæ á eftir og birtast honum að óvörum í Eymundsson og bjóða honum eitthvað gott að borða. Er það ekki sniðugt?

Það var ekki fleira frá mér...

Engin ummæli: