Á götunni...
og með ungabarn! Nei ég segi nú svona en það liggur við. Þannig er mál með vexti að í fyrradag ætluðum við að endurnýja samninginn okkar á Kambó en við yfirferð á íbúðinni komu upp rakaskemmdir í svefnherberginu með tilheyrandi myglu og ógeði, þannig að við getum ekki hugsað okkur að búa þar áfram, hvað þá með ungabarn. Sýni úr myglunni eru í rannsókn núna því þetta getur verið hættulegt en við vonum auðvitað ekki því þá eru öll fötin okkar ónýt! Nóg að rúmið og náttborðið fari á haugana...
Allaveganna þá erum við ekki bara óheppin heldur eigum við yndislega fjölskyldu sem vill hafa okkur. Fyrst gistum við á Grunninum þar sem var dekrað við okkur og núna erum við komin í Geislann þar sem er ekki síður dekrað við okkur og við verðum hérna næstu tvær vikurnar. Fram á haustið ætlum við síðan að dvelja í íbúðinni hans Afa wonder wonder sem er svo yndislegur að leyfa okkur að vera á meðan hann er í Danmörku. Við verðum því orðnir Kópavogsbúar von bráðar í Álfkonuhvarfinu eða Álfkonu(at)hvarfinu eins og afi kallar það núna. Í haust getum við svo vonandi flutt í eina góða íbúð en það er í vinnslu...
Svona tekur lífið stundum 180 gráðu snúning á nó tæm...
Við erum hins vegar bara eiturhress og tökum þessu með stóískri ró og sem betur fer er Ágústa Rut algjör selskapsmanneskja og finnst ekkert betra en að vera með nóg af fólki í kringum sig.
Við vorum rétt í þessu að kanna gönguleiðir hérna í Grafarholtinu og ég skundaði hérna um með Silver crossinn...
Já já alltaf nóg að gerast hjá Ottósson fjölskyldunni;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli