mánudagur, maí 21, 2007

Sniðugar svona matarkynningar...

Áðan vorum við alveg hugmyndalaus hvað varðar matseld (ekki í fyrsta skiptið oh sei sei) og skelltum okkur í Nóatún (sem er svona sparibúðin manns) þar sem var verið að kynna ýmsar nýjungar frá Casa Fiesta og ji dúddamía hvað þetta var gott, við keyptum allan pakkann og ég er ekki frá því að þetta hafa bara jafnvel bragðast enn betur þegar heim var komið:) Fyrir utan hvað þetta var fljótlegt og þægilegt! Mæli með þessu...

Allaveganna ég byrjaði að horfa á Nágranna í hádeginu í dag og þar sem að ég er algjör amatör þegar kemur að þessum þætti þarf ég aðstoð vinkvenna minna til þess að koma mér inn í þvæluna. Rosa margar persónur svona í fyrsta þætti...Elle, Rachel, Karl, Susan og og og man ekki meir haha! Hvernig er það annars er svo sami þáttur endursýndur seinnipartinn eða þarf maður að taka tvo samdægurs? Spyr sú sem horfir lítið á sjónvarp en er að setja saman gott skipulag á þáttum;)

Það var ekki fleira úr athvarfinu...

Engin ummæli: