Í dag byrjuðum við með Ágústu Rut í ungbarnasundi og ef við foreldrarnir erum algjörlega hlutlaus þá var hún auðvitað lang lang duglegust og flottust og hló og skríkti því henni fannst svo gaman og grét ekki neitt;) Fannst rosa gaman að syngja lögin og gera æfingarnar:) Vorum soldið ánægð með hana;) Síðan fór hún bara með pabba sínum í pottinn og prumpaði og prumpaði meðan mamman hafði sig til!
Rosa fín í Mínu bolnum sínum!
Síðan heimsóttum við "litlu Möggu" sem var ofsalega stillt og prúð með fallegu stóru augun sín:)
Tilraun til að taka mynd af ungunum, vantar reyndar 3 stóra unga, Dag Björn, Lilju Karen og Róbert Gunnar en þetta eru 4 minnstu í stærðarröð!
Jóa ofsasæt með litluMöggu
Bjarki Fannar var voða skotin í Ágústu Rut og ætlar að giftast henni eða eitthvað nema hann hafi bara kannast við stólinn?
Síðan heimsóttum við "litlu Möggu" sem var ofsalega stillt og prúð með fallegu stóru augun sín:)
Tilraun til að taka mynd af ungunum, vantar reyndar 3 stóra unga, Dag Björn, Lilju Karen og Róbert Gunnar en þetta eru 4 minnstu í stærðarröð!
Jóa ofsasæt með litluMöggu
Bjarki Fannar var voða skotin í Ágústu Rut og ætlar að giftast henni eða eitthvað nema hann hafi bara kannast við stólinn?
Ansi viðburðarríkur dagur og ég er ekki frá því að það votti fyrir smá þreytu en rétt í þessu hélt AFO á sína 10. næturvakt, meiri náttuglan en þá er hann kominn í 7 daga frí. Jibbíkóla!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli