þriðjudagur, maí 01, 2007

Nokkrar mömmupælingar...
  1. Af hverju fá mæður ekki greitt 10% ofan á fæðingarorlofið fyrir að vera í 100% vinnu við að skipuleggja fataskáp barna sinna. Það er ekkert djók hvað þetta er mikil vinna...svona ef maður ætlar ekki að gleyma að nota neitt.
  2. Ætli allar mæður eigi uppáhalds brjóst? Mitt og Ágústu Rutar er klárlega það vinstra. Spurning hvort að það tengist því eitthvað að vera vinstri sinnuð eða kannski að þá er hægt að vera í tölvunni með hægri...
  3. Þegar maður er í fæðingarorlofi og er kannski heima allan daginn þá verður til dáldið skemmtileg rútína: Maður draslar allt út og tekur svo til eftir sjálfan sig, draslar-tekur til, draslar-tekur til...o.s.frv.

Þess vegna er svo gaman að fara í heimsókn eitthvert því þá kemur maður heim í allt hreint. Ég og Ágústa Rut ætlum reyndar ekki í kröfugöngu í dag, það væri þó eitthvað til að hlífa draslinu, í staðinn ætlum við í göngu í Húsdýragarðinn með Franklín vini okkar og foreldrum. Ágústa Rut þarf auðvitað strax að byrja að læra nöfnin á dýrunum, svona klár eins og hún er...og nú tala ég af algjöru hlutleysi;)

Læt fylgja með ráð dagsins:


Ef þig vantar snudduhaldara á nóttinni: Talaðu þá við Mosa mörgæs, hann er alltaf til í að aðstoða;)
Hann vill líka leggjast ofan á kollinn á litlum börnum í staðinn fyrir mömmu hönd;)
-Mosi mörgæs=Þarfaþing allra mæðra sem vilja fá svefnfrið-

Engin ummæli: