fimmtudagur, maí 03, 2007

Afmælis afmælis...
Ég hef staðið mig illa í afmæliskveðjum undanfarna daga en ætla að bæta úr því.
Á skírnardag Ágústu Rutar átti móðir mín 45 ára afmæli. Hún ber þann aldur betur en nokkur annar enda er hún líka langbezta mamman í öllum heiminum. Ef eitthvað er að þá fer maður til mömmu sinnar;)
Þann 30. apríl áttu síðan Logi og Magga Dís afmæli, þau eru alveg svakalega líkar týpur enda eiga þau afmæli sama dag...til lukku með það!
Í gær fagnaði Ása amma mín síðan 62 árum og er hún ein sú hressasta sem fyrirfinnst á þeim aldri. Til marks um það sagði hún t.d fyrir nokkrum dögum að hún þyrfti að fara að drulla sér heim:) Sýnir hvað hún er ung í anda enda fáir á sjötugsaldri sem nota það orðalag.
Til hamingju allir!Logi "sveittur gangavörður"
Ég, amma og mamma að tjútta á Ítalíu!

Engin ummæli: