sunnudagur, maí 20, 2007

Loksins loksins...


gef ég mér tíma til að hripa niður nokkur orð. Helst í fréttum er auðvitað að við erum flutt í Athvarfið okkar og líkar alveg ofsalega vel. Þvílík lúxusíbúð sem hann afi minn býr í, allt til alls og gott betur enda eðalafi þar á ferð. Á laugardögum vökva ég litlu börnin hans og segi þeim að pabbi þeirra verði ekkert mjög lengi í burtu, ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að halda lífi í blómum og átti erfitt með einn kaktus Síðan erum við auðvitað búin að setja okkar brag á íbúðina með nokkrum húsgögnum og barnadóti. AFO hefur mest megnis sett sinn svip á íbúðina með svefni en hann er búinn að vera á næturvöktum.


Þeir sem þekkja vel til mín vita að ég hefði auðvitað viljað koma öllu á sinn stað strax fyrsta kvöldið enda er ég búin að vera eins og þeytispjald út um alla íbúð að raða og flokka og það er þá einna helst dótið hennar Ágústu Rutar sem er allt komið á sinn stað og búið að raða fötunum í lita og stærðarröð og kjólarnir komnir á bleika fatastandinn. Mamman aðeins að missa en svona er bara að eiga stelpu...


Við erum hins vegar komin með nýja stefnu hvað varðar búslóð og innkaup. Fyrir hverja flík sem er keypt þarf að gefa aðra frá sér í staðinn, sama gildir um alla hluti og annan óþarfa. Það er náttúrulega ekki í lagi með mann að eiga allt þetta drasl. Hver stakk upp á því að eiga allar tegundirnar af Victoria Secret spreyjum og 400 hlýraboli. Ekki ég og tek ekki þátt í þessu lengur og hananú...þannig að ég ef ég fer að bjóða ykkur eitthvað þá vitið þið hvað liggur að baki!


Nú er það bara dóttirin sem fær eitthvað nýtt enda aðal-daman og þarf að vera ready fyrir kærastann sinn sem fæðist í september, gaman gaman og hún getur ekki beðið eftir að knúsa hann;)


Fjölskyldan er auðvitað búin að vera á fullu að hjálpa og SS orðin barnapía á heimsmælikvarða, svo ekki sé talað um alla hina sem bera og flytja dótið. Takk allir fyrir hjálpina. Þið getið svo hvílt ykkur í sumar fyrir næstu flutningatörn sem verður 1. sept og þá er stefnan sett á Grettó sprettó. Down town Reykjavík here we come...


-Ciao-

Engin ummæli: