sunnudagur, maí 20, 2007


Nú hef ég ekki búið áður í Kópavoginum en annað hvort er ég eitthvað klikkuð eða veðurguðirnir aðeins að ruglast á árstíðum eða bara Kópavogurinn svona ótrúlega óútreiknanlegur en núna er rosa mikil snjókoma úti og áðan var haglél...!!!


Annars er sparibarnið farið að sofa og er búið að vera alveg extra mikið sparibarn síðan það flutti í Kópavoginn...enda er svo GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI:)


Læt eina mynd fylgja af Ágústu Rut í æfingum en hún var eitthvað að tala um að verða eróbikk kennari eins og mamma sín...bara svona til að vera eitthvað eins og mamma sín!

Engin ummæli: