sunnudagur, maí 13, 2007

Pakka pakka pakka...henda henda henda!

Þetta er svona það helsta sem er gert þessa dagana. Ég þyrfti að vera ansi mikil Pollýanna ef ég ætti að viðurkenna að það sé hresandi að vera að flytja með ungabarn! En ég ætla heldur ekki alveg að taka svartsýnina á þetta og fer milliveginn, þetta er svo sem ágætis tiltekt! Við verðum komin í hvörfin í lok vikunnar...

Ágústa Rut er samt bara glöð með þetta og ánægð að passa í Megasarbolinn sinn! Fór síðan að kjósa með fínu húfuna frá Ellu skáömmu sinni!
Vissi ekki alveg hvort hún ætti að fylgja róttækum aðgerðum föður síns eða mjög svo skynsamlegum móður sinnar;)
Hitti síðan Franklín tjillara, litla I og stóra I en þar borðuðu foreldrarnir yfir sig. Stanslaust át frá sex til miðnættis! Takk fyrir okkur:)
-Later aligater-

Engin ummæli: