Þegar ég horfi á "So you think you can dance" fæ ég svo mikinn fiðring í lappirnar að mig langar helst að standa upp og fara að dansa...
ég voooooooona svo innilega að AFO samþykki dansnámskeið sem ég er að reyna að pína hann á - ég bara verð að komast að dansa..
en að öðru - í nótt tókum við gott *trix* á Ágústu Rut, þegar hún vaknaði þá faldi ég mig hálfpartinn undir sænginni og auðvitað tútturnar með og AFO tók hana upp. Það vildi nú ekki betur til en barnið sofnaði bara um leið í fanginu á honum á meðan hún hefði sko heimtað túttur hjá mér! Nú lendi ég samt í smá vandræðum því næstu vikuna er ég einstæð eða svo gott sem, allaveganna á nóttinni en það skiptir kannski ekki máli því barnið virðist alltaf velja vikurnar sem pabbinn er í fríi til þess að vera með smá vesen...en hún er samt auðvitað stilltasta og prúðasta barnið í heiminum;) Eða svona allaveganna ansi nálægt því;)
Ég var að setja myndir inn í ágúst albúmið af heimsókn okkar mæðgna í dag til Guðrúnar Bjargar og Karólínu Bjargar en þar hittust litlu Laugalækjarprinsessurar allar í fyrsta skiptið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli