fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Besta stelpan...

Litla sætasta var í pössun hjá ömmu Ágústu og afa Heiðari frá hálf fimm til átta og var voða voða góð;) Á meðan fóru mamma hennar og pabbi að æfa sig, mamman að hlaupa og pabbinn að lyfta. Síðan fóru þau á Eldsmiðjuna þar sem fyrrnefnd móðir borðaði 5 sneiðar! Enda búin að hlaupa mikið. Eftir pizzuna röltu þau um miðbæinn og enduðu svo á Hagamelnum:) Þá vildi dísin fá foreldra sína aftur enda kominn laaaaangur tími síðan hún sá þau síðast. Hún var ótrúlega glöð þegar hún komst að því að þau voru ekki farin að eilífu og hló og skríkti:) Svona er maður nú mikilvægur!

-Núna erum við bara að pakka-

Engin ummæli: