mánudagur, ágúst 06, 2007


Klofinn í herðar niður, 5 mánaða títla og smá kvef...


Þá er Klofahátíðinni 2007 lokið og tókst með eindæmum vel. Ég var að vísu smá félagsskítur enda smá aukaálag á manni að vera með 5 mánaða í útileigu þannig að AFO sá svona aðallega um social partinn af okkar hálfu;) Hátíðin tókst í alla staði vel þrátt fyrir rokrassgat, Heisi Ká var klárlega klofinn í herðar niður og Haffi Tull hetjan í boltanum. Ég setti eitt mark enda mætt sterk til leiks eftir fæðingarorlof...við vonum að allir gestir hafi farið glaðir heim!


Litla títla er síðan 5 mánaða í dag og nældi sér í smá augnkvef á Klofanum en stóð sig líka eins og hetja í fyrstu útileigunni sinni, ekkert smá álag að sofa í fellihýsi;) Við vorum síðan svo þreytt fjölskyldan í gær að við fórum að sofa klukkan tíu!


Vonum að kvefið kveðji okkur sem allra allra fyrst en annars erum við bara hress sem fress..


Ég setti inn einhverjar 70 myndir af hátíðinni inn á síðuna hennar Ágústu Rutar, þið hafið bara samband ef þið fattið ekki lykilorðið!

Ein hérna líka af 5 mánaða skvísunni með fljótandi augun sín!

Engin ummæli: