Ég elska svona kvöld...
þegar maður kemur heim í hendingskasti með þreytt og svangt barn, hendir í graut, gefur brjóst, skellir í bað, kúrar smá, kemur í háttinn....
og svo hefst frágangurinn, hvar skal byrja, jú setja vélina af stað, ganga frá þvotti, moppa yfir gólf, þurrka af borðum, ganga frá smá útileigudrasli sem gleymdist í jeppanum...o.s.frv.
og það skemmtilega við þetta er að maður getur verið að tala við eina bestu vinkonu sína í símann allan tímann! Verst samt að maður missir eina hönd en ég er hvort sem er orðin nokkuð vön því með barn á handlegg. Hún missti samt báðar því ég veit að hún var að prjóna allan tímann og hlýtur að vera með krónískan hálsríg eftir hátt í klukkutímasímtal og hvað vorum við að tala um, jú allt og ekkert en allt saman alveg hreint bráðnauðsynlegt!
Eftir símtalið fer maður síðan í heita, heita sturtu og ber á sig lotion, rakar lappir og gerir sig smuk fyrir unnustann sem er að detta í vikufrí (svipað og þegar menn koma í land)
því næst er að málið að ná sér í eitthvað gómsætt og klessa sér síðan fyrir framan imbann og fylgjast með Meredith og félögum eða sem gæti verið fýsilegri kostur, lesa girnilegar bækur um matargerð fyrir börn og búddisma og mæður eða já eina skólabók...því þetta var allt saman að detta í hús nú í kvöld!
en best af öllu væri auðvitað að AFO myndi detta óvænt í hús upp úr miðnætti...búinn að fá sig fullsaddan af geðsjúklingunum, en það er væntanlega ekki að fara að gerast. Ég hlakka til þegar ég hætti að fara ein að sofa, það er alveg ómetanlegt að hafa einhvern hjá sér...beggja vegna:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli