þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Flotta "meðal" stelpan mín...

Var í 5 mánaða skoðun í dag og er orðin heil 7 kg og 65 cm þannig að þegar hún verður búin að vaxa um 90 cm í viðbót verður hún orðin jafnstór móður sinni!

Ljósan hafði orð á að hún væri bara alveg á meðaltalinu, algjört meðalbarn sem fæddist samt frekar lítil...en pabbinn var nú alltaf vel yfir meðallagi og móðirin dáldið undir þannig að það er kannski ekki skrýtið að hún detti akkúrat þarna á milli;)

Síðan fór hún eiginlega bara ekkert að skæla undan sprautunni og hagaði sér eins og algjört sparibarn! Og núna eigum við bara að fara að hætta næturgjöfum, spurning hvort hún verði jafnmikið sparibarn þá;) Annars hefur hún bara verið að drekka einu sinni undir morgun sem mér finnst nú ekkert agalegt en verður fínt að vera laus við...

Engin ummæli: