fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Alltaf stuð í miðbænum...

...eins gott að við búum í steinhúsi!

Annars spilaði ég póker við tvo drengi í 7. bekk í dag og komst að því að ég er bara helvíti góð, sankaði að mér öllum millunum;)

Ég sló síðan um mig með góðum spilagaldri...alltaf stuð í vinnunni.

Fyrsta vinnuvikan að enda og var alveg þrælskemmtileg. Maður er svona að koma því inn hjá maurunum að stærðfræðin er í raun alveg þrælskemmtileg....

tjuss tjuss...

Engin ummæli: