laugardagur, nóvember 24, 2007

Ég lagði loksins leið mína í Toy´s R us...

til þess að kanna hvort þeir seldu hefðbundna bolta en viti menn í öllu úrvalinu hjá þeim var ekki til einn venjulegur bolti. Ég keypti samt 100 leikbolta eins og voru alltaf í boltalandi, plús hristur og eina barbí körfu. Allt of sumt og borgaði rétt um 2000 kallinn fyrir þetta.

Síðan skoðaði ég aðeins nýju búðina the Pier og þangað þarf ég að fara aftur án barns, margt og mikið fallegt að skoða, einkum og sér í lagi ef maður væri að innrétta nýtt heimili...

Núna eru laugardagsþrifum lokið og leið okkar liggur í læri í Geislann.

tjúrílú

Engin ummæli: