miðvikudagur, nóvember 28, 2007


Nú er Ára litla í fyrsta skipti með hundleiðinlegan hósta...


...barkahósta


Hún svaf samt ágætlega í nótt eftir að við vorum búin að fara með hana á læknavaktina því hún hljómaði eins og hún væri að kafna.


Ég var oft með svona barkahósta þegar ég var lítil og þá eyddum við mamma ófáum skiptunum inni á baði sem var búið að breyta í gufu með því að láta sjóðandi vatn renna í baðið. Þarna sátum við og spiluðum oft og notuðum óhreinatauið sem borð. Svona var nú mamma mín góð við mig þegar ég var lítil og veik og svakalega hefur hún verið þolinmóð því ég var frekar oft veik.


Ég vona að ég geti verið jafngóð við áru litlu en við prófuðum einmitt að setjast inn í gufu um miðnættið og henni leið miklu betur.


Í dag er hún hitalaus og öllu hressari, við skulum vona að þetta hverfi síðan bara jafnsskjótt og þetta bar að.


Set eina af henni hérna þar sem hún er að prófa nýju sturtuna í Geislanum en Geislahjúin eru loksins komin með sturtu eftir áralanga bið:)


Síðan eru komnar nýjar myndir á síðuna hennar Áru kláru...

Engin ummæli: