Verður maður ekki að grobba sig...
af barninu sem fór í 8 mánaða skoðun í dag og er orðin tæplega átta og hálft kg og 70, 7 cm og er því næstum hálfnuð í móður sína.
Hjúkkan okkar hafði á orði að það væri eiginlega of ótrúlegt hvað barnið héldi sig flott á kúrfunni en ég hef aldrei skilið mikið í þessum kúrfum enda aldrei nokkurn tímann fylgt þeim en já gott að okkar barn er svona mikið kúrfubarn...síðan sýndi hún líka nokkur góð trikk sem við vorum búin að æfa vel;) Jæja eru ekki allir komnir með æluna upp í kok af stoltu mömmunni??
Sem ætti líka að vera farin að sofa fyrir langa löngu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli