sunnudagur, nóvember 18, 2007

Helgin...

Jólahlaðborð á Grand Hótel...rifjaði upp hvernig er að fá sér fleiri en 1-2 rauðvínsglös og já smakkaði hreindýr í fyrsta skipti!

NASA - tjékkaði á "bænum" eftir langa pásu, guð má vita hvenær ég fór síðast í bæinn en þar hafði lítið breyst nema að maður sá voða voða miklar lillur, ponsulitlar stelpur

Almennur hressleiki ekki ýkja mikill á laudardaginn en staulaðist í kaffboð til ömmu með áruna með mér til halds og trausts

Buðum Möggu með Róberti í kvöldmat áður en þau héldu í óperuna

Og lognaðist út af í sófanum

Svaf síðan til níu því dóttirin ákvað að vera almennileg

Tók helgarþrifin, borðaði bakkelsi með tengdó og fór í göngutúr með afo og áru í koló og keypti harðfisk

Endaði síðan daginn á hangikjeti á Grunninum sem var voða jólajól og ætlaði að byrja að skrifa jólakort í kvöld því þau verða ansi mörg þetta árið...

en er svo bara í letikasti
og er að hugsa um að fara að sofa því á morgun eru foreldraviðtöl - 24 talsins í einni bunu...

p.s skrifaði fyrst jólahlaðborð á Grand Rokk og hló auðvitað upphátt því ég elska mismæli og misskrif...

Engin ummæli: