miðvikudagur, nóvember 07, 2007


Back to work...


...og það er barasta voða fínt. Skrýtið auðvitað að vera að heiman allan daginn en það venst auðvitað eins og allt annað. Dáldið þreytt eftir fyrsta daginn og sofnaði upp úr tíu í gærkvöldi! Aðeins að venjast því að geta ekki lagt mig á daginn eins og undanfarna 8 mánuði!


Unglingarnir voða voða hressir og skemmtilegir og ég ekkert búin að missa "tödsið" eins og ég gat alveg eins átt von á;)


Ég á samt von á því að ég byrji að drekka kaffi núna enda kannski ekki seinna vænna! Maður þarf eiginlega nauðsynlega að koffa sig upp fyrir 30 stærðfræðitíma á viku!


Ára litla líka orðin átta mánaða og ég er að fara að henda inn nýjum myndum og setti inn nýja færslu í vefdagbókina...nú er spurning hvort pabbinn haldi uppi "20 myndir á dag standarnum" í orlofinu:)


Þar til næst....

Engin ummæli: