þriðjudagur, nóvember 27, 2007

ég er búin að vera dáldið mikið á þönum...

frekar mikið að gera í vinnunni, semja próf, leggja fyrir próf, fara yfir próf, tala við foreldra, siða nemendur til, fara á námskeið, skipleggja, flokka, raða, líma og já skipuleggja...

síðan eru það blessuð jólakortin...þau hlaupa á hundraði þetta árið takk fyrir! Er samt komin með afar góða lausn með aðstoð góðrar manneskju;) Þannig að jólakortin eru komin á hreint og mikið er það nú gott fyrir svona skipulagsfrík eins og mig. Nú er bara að hefjast handa!

Vikan þeytist áfram og áður en við vitum af verðum við sest niður í Geislanum með hamborgarahrygg í annarri og jólapakka í hinni. Já við fjölskyldan verður sumsé í Geislanum á aðfangadag þetta árið og verður afar skrýtið að fyrir litlu Lindu að vera að heiman á jólunum sem hefur barasta aldrei áður komið fyrir en svo skiptum við bara á næsta ári eða já höldum okkar eigin sem ég tel reyndar afar ólíklegt, maður tekur ekki sénsinn á að klikka á jólasteikinni...ekki strax allaveganna

Engin ummæli: