mánudagur, nóvember 19, 2007

Það sem gerist ekki á meðan ég er í vinnunni...

í gær las ég bloggið hjá góðvinkonu minni henni Hörpu og komst að því að dóttir hennar hafði sofið til ellefu já til ellefu, rúmlega eins og hálfs árs barn til klukkan ellefu takk fyrir! Ég krossa mig nú að mitt barn sofi til sjö, átta og þá er ég glöð.

Í nótt var Ára síðan aðeins að trufla mömmu sína, fyrst um fjögur, síðan hálf fimm og svo loks hálf sex...þá sagði ég hingað og ekki lengra og sendi pabbann á hana og sagði honum bara að gefa henni að drekka eða eitthvað því ég yrði að fá að sofa til fimm mínútur í sjö og þá biðu mín foreldrar í lange bane....

...jú jú barnið sofnaði þarna aftur rúmlega sex og Andri vaknaði síðan við hana að babla gi gi gi eins og hún gerir svo oft nema hvað að þegar hann tók hana fram og leit á klukkuna var hún fimm mínútur í ellefu! Ég endurtek fimm mínútur í ellefu, ég bara spyr af hverju gerðist þetta aaaaaldreiiiii þegar ég var í orlofi????? Plús það að barnið byrjaði líka að sýna hvað hún er stór sem ég er nota bene búin að vera að æfa markvisst með henni frá fæðingu....

Annað hvort er ég búin að leggja svona svakalega góðan grunn eða bara alls ekki nógu fær í uppeldinu;)

En núna er ég hins vegar rosa þreytt eftir daginn og viti menn á eftir að skipuleggja aðeins fyrir morgundaginn...

ciao a tutti

Engin ummæli: