miðvikudagur, október 22, 2008

Ég er algjörlega búin á því!


Langur og erfiður dagur í vinnunni - þemavikan í hámarki og krakkarnir alveg dýrvitlausir í að máta föt úr Gyllta kettinum sem ég fékk lánuð. Á morgun er síðan tískusýning litlu hippanna minna og að því loknu hefst yndislegt vetrarleyfi.


Ég gekk bankanna á milli í dag til að redda gjaldeyri og það var nú hægara sagt en gert. Glitnir Kirkjusandi átti ekkert fyrir mig, Byr Borgartúni neitaði að afgreiða mig þar sem ég er ekki með viðskipti í bankanum en að lokum eftir að mamma var búin að ná í mig og keyra með mig út um allan bæ fékk ég fyrir tæp 50.000 í Glitni Lækjargötu - þetta er nú meira ástandið en ég vona nú samt að við verðum ekki eins og kona sem ég hitti í dag sem hafði farið til Kóreu árið 1977 og var með svo lítinn gjaldeyri því hún hafði tekið út einhvern kvóta fyrr á árinu. Hún átti aðeins eina kavíartúpu síðustu dagana og nærðist með því að sprauta kavíar upp í sig og súpa vatn með!

Við parið ætlum að byrja ferðina í Laugum annað kvöld. Ára þarf að gista hjá ömmu sinni og afa því flugið okkar er svo snemma um morguninn og þess vegna ætlum við að nýta gjafakort sem við eigum í baðstofuna og dekra aðeins við okkur í gufuböðunum - huggulegt ha...síðan leggjum við af stað upp á völl upp úr fjögur um nóttina og verðum lent í Köben ef allt gengur að óskum um hádegi á föstudaginn...sweeeeeet

Núna er það hins vegar algjör leti, Grey´s og kannski smá pizza

Engin ummæli: