Ég er búin að vera með nagandi samviskubit síðan í gær...
við ákváðum að prófa að láta Áru litlu vera til fimm á leikskólanum þannig að Andri gæti kippt henni með um leið og hann fer heim. Guð minn góður hvað þetta voru stór mistök! Hún var ein eftir og með ekka takk fyrir þegar hann kom að sækja hana, hélt örugglega að við værum búin að skilja alveg við hana! Hér eftir verður barnið ekki sótt mínútu seinna en fjögur - hvaða ráðum sem þarf að beita til þess...(erum bara á einum bíl og barnið vestur í bæ og ég hér í hverfinu og þau mæta hálf níu níu og ég átta, smá púsl en með góðri hjálp og þremur bílstólum mun það bjargast!)
einhvern tímann átti það að vera vandamál að vera á Polo og með barn (sem reyndist síðan argasta þvæla), nú er það vandmál að vera bara á einum Polo en ef að strætókerfið hérna væri ögn skárra myndi það einfalda mikið en ég get auðvitað tekið strætó til að ná í hana en það tekur bara svo helvíti langan tíma...
ég veit að þetta er lúxusvandamál miðað við margt sem aðrir kljást við en það er ágætt að vera bara með lúxusvandamál eins og staðan í þjóðfélaginu er núna
framundan eru smá hard core tímar í vinnunni, námsmat og allt sem því fylgir, fyrirlögn prófa og yfirferð og leiðarbókaskoðun og möppur og meira og meira og meira
svei mér þá ef ég er ekki bara aðeins farin að hlakka til jólanna og ég hvet ykkur til að vera frumleg í gjöfum - ég er t.d. í allskyns tilraunastarfsemi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli