Við skelltum okkur í sund fjölskyldan...
í Sundhöllina, það er svo fínt því þá getur maður fengið klefa sem er skápur og maður getur lokað barnið inni og kemur því í veg fyrir að það hlaupi út um allt.
síðan fengum við okkur pulsu og ís alveg eins og það væri laugardagur því við verðum jú í Köben á laugardaginn og urðum að gera þetta fyrir Áru eða já...(þið getið svo sem giskað hver átti hugmyndina að þessu)
um helgina gerðum við margt skemmtilegt - fórum í leikhús og komum heim úr bíói því við mættum klukkutíma of seint í leikhúsið en við sáum stórkostlega fyndna mynd sem heitir happy go lucky og síðan fórum við í brunch til Hörpu og Hauks og hittum marga skemmtilega og Ára elskaði dótið hennar "kistínu majíu"
ég fór líka í leikhús á laugardagskvöldið og kom líka heim úr leikhúsi og í þetta sinnið var það Ástin er diskó, lífið er pönk, mjög hressandi bara.
á sunnudaginn hitti ég orlofsgrúbbuna mína, sumar á leið aftur í orlof en Jóa er duglegust af okkur að unga út.
núna er hippaþemavika hjá 7. og 8. bekk, það er gaman og ég mæti í nýju dressi daglega með hárband um hausinn, reykjum jónur á göngunum og svona, nje ekki alveg - meira forvarnir um eiturlyf.
ég er líka búin að vera dáldið dugleg í wc - mætti til að mynda í spinning í morgun kl. 6:45 með Síu litlu - við vorum duglegar
á morgun þarf ég að fara að kría út einhvern gjaldeyri - krossa putta að það leynist einhverjar danskar krónur í Nýja Glitni!
Ára leikskóladama er dugleg að syngja þessa dagana, allt í einu kann hún mörg lög eins og allur matur á að fara, gulur, rauður, grænn og blár og meira að segja brúnn bleikur banani - barnið er örugglega með límheila hún er svo klár - já maður er ansi ánægður með þetta litla eintak:)
þangað til næst - hafið það gott og já ég fæ að vita tvö kyn á morgun og er rosa spennt - spái tveimur drengjum í þetta skiptið!
á morgun þarf ég að fara að kría út einhvern gjaldeyri - krossa putta að það leynist einhverjar danskar krónur í Nýja Glitni!
Ára leikskóladama er dugleg að syngja þessa dagana, allt í einu kann hún mörg lög eins og allur matur á að fara, gulur, rauður, grænn og blár og meira að segja brúnn bleikur banani - barnið er örugglega með límheila hún er svo klár - já maður er ansi ánægður með þetta litla eintak:)
þangað til næst - hafið það gott og já ég fæ að vita tvö kyn á morgun og er rosa spennt - spái tveimur drengjum í þetta skiptið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli