Komin heim...
Eftir vel lukkaða ferð til Kóngsins Köben þar sem við eyddum góðum stundum með frábærum vinum. Það var líka ákaflega þægilegt að þurfa ekki að "stressa" sig á því að vera í búðunum. Við fórum á Salonen, fengum okkur Kebeb, út að borða, elduðum heima og Sóley og Kobbi buðu okkur í dýrindis mat.
Núna erum við líka endurnærð og nauðsynlegt að lyfta sér upp í vetrarfríinu. Áran okkar var líka ofsalega ánægð að sjá okkur og okkur finnst hún hafa bætt við sig þónokkuð mörgum orðum á aðeins 4 dögum!
Ég er búin að setja inn myndir á 123 og muna að kvitta í gestabókina!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli