Andri einbeittur í Zazen enda búinn að sitja svona meira og minna alla helgina
Ég og meistari Roshi
Og síðan við þrjú að lokum - smá hreyfð en það skiptir ekki svo miklu máli vegna þess að eins og við segjum í Zen félaginu - everything is ok!
Ég þarf síðan að fara að setja inn einhverjar myndir af aðalleikskólastelpunni sem tók nú að vísu smá bakslag í vikunni og segir ekki leikskóla - annan leikskóla - ekki Ingu - ekki krakkana og fleira í þeim dúr en stendur sig samt bara furðuvel, sefur vel og borðar ágætlega. Síðan er hún búin að taka ástfóstri við Ingu leikskólakennara og kallar á hana: Inga mín og hleypur alltaf til hennar þegar hún mætir á morgnana þrátt fyrir að vera með tárin í augunum að gefa pabba sínum fingurkoss og segja bless pabbi minn! Smá dramadrottning enda ekkert þekkt fyrir annað;)
Ég sé það síðan að ég þarf að vera duglegri að skrifa - er búin að liggja yfir gömlum skrifum, Kennó-árin, Ítalíuförin, útskriftin, óléttudramað, fæðingarorlofið og svo mætti lengi telja, svo ég tali nú ekki um allar myndirnar sem ég hef sett inn - glansmyndir sem og nýjar. Já maður má ekki slaka á í þessu það er alveg ljóst.
Helgin mun einkennast af leikhúsferðum - á föstudaginn er það Fólkið í blokkinni með leikhúsvinum okkar og síðan Ástin er diskó, lífið er pönk á laugardaginn en þá ætlum við kvenpeningurinn í fjölskyldunni að skella okkur saman.
Í næstu viku skellum við hjúin okkur síðan í afslöppunarferð til Köben - að sjálfsögðu með nesti og nýja skó í farteskinu;)
Oh hvað ég hlakka til að hitta Regínu, Rico, Sóley, Kobba, Álfinn, Egil og Eld litla sem mun líklega bræða öll hjörtu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli