þriðjudagur, október 07, 2008

Jæja ég lét til leiðast...

og er komin með kort í risaræktinni hérna í hverfinu og fór áðan með Rögnu og litla og stóra endurvöktu litluogstórusyndromið. Við lyftum tvíhöfða og bak og tókum síðan kvið - Ragna með brjálað prógram og núna ætla ég að einbeita mér að því að æfa sjálf og kenna þá aðeins minna.

Þarna æfa samt alveg skelfilega margir - held ég hafi samt bara nikkað svona þrjá og heilsað einum en þetta verður örugglega alveg fínt.

Hörmungar undanfarinna daga falla alveg í skuggann á hræðilegum fréttum sem ég fékk um helgina en með trú og styrk mun allt fara vel - því ætla ég að trúa. En svona nokkuð kennir manni að peningar eru sko langt frá því að vera það sem skiptir öllu máli. Heilsan, fjölskyldan, nánustu vinir og ættingjar er það sem við eigum að þakka fyrir og verður aldrei metið til fjár.

Áran okkar er síðan dugnaðarforkur á leikskólanum og so far gengur alveg ljómandi vel - hún borðaði meðal annars þrjá diska af fiski í dag! Vonum að þetta sé bara það sem koma skal.

En nú býð ég góða nótt og farið vel með ykkur

Engin ummæli: