sunnudagur, október 12, 2008

Oh hvað ég hlakka til að fá Andrann minn aftur...

ég er alveg vængbrotin svona án betri helmingsins. Hef hangið inni síðan klukkan þrjú á fimmtudaginn en Ára er búin að vera með hita síðan, reyndar hef ég skroppið út í skóla og opnað fyrir Skrekkskrökkunum og mamma, Harpa og Svava hafa skipts á að sitja hjá heimsætunni. Maður fær alveg flashback í gömlu Skrekksæfingarnar hérna í denn...

Grasekkjan og heimasætan eru hins vegar búnar að bralla ýmislegt í veikindunum: horfðum sjö sinnum á Lotta flytur að heiman, alltaf heyrðist meija Lotta eða þangað til ég neyddist til að skila myndinni aftur, síðan taldi litla duglega stelpan frá fjórum og upp í níu, náðist því miður ekki alveg allt á video en hluti, við erum búnar að lesa gömlu Tuma og Emmu bækurnar mínar spjaldanna á milli og púsla og kubba og ryksuga og skúra og setja í margar þvottavélar og enduðum síðan kvöldið á að elda kjötsúpu og dróum Mappann út úr þynnkuherberginu sínu og gáfum honum súpu og frostpinna. Ég og Mappinn eyddum síðan kvöldinu saman, gláptum á imbann og vorum að hangsa í tölvunni - enduðum síðan kvöldið á einu Mega-Mappa og mega-Lindu mómenti og ein surprise mætti í hús...

En nú er kominn háttatími og gott betur, bið ekki um meira en að barnið sofi vel, kannski örlítið lengur en til korter í sex en þá vorum við mættar fram í morgun! Ég ætla síðan að sækja prinsinn í Skálholt og taka þátt í lokaathöfninni.

ha det..
-L-

Engin ummæli: