mánudagur, desember 22, 2008

Fólkið í blokkinni...

Mér finnst blokkin mín svo fín því í henni býr svo mikið eðalfólk. Í gær kom litla skottan sem býr með foreldrum sínum á sama palli og við með litla gjöf handa Áru og Ára fór svo með gjöf til hennar í dag og þær léku sér saman. Síðan hafði ég lánað þeim á fyrstu til hægri föt af Áru fyrir einhverju síðan en þau voru að eignast stelpu og nú í kvöld komu þau með ostakörfu til okkar. Á morgun er okkur síðan boðið í skötu í næsta stigagangi hjá Ragnheiði og séra Hjalta, það eru víst ekki allir sem fá inngöngu í það boð! Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að smakka skötu en sé til á morgun.

Ég held að það sé bara ekki til betri blokk - og það er bannað að flytja úr blokkinni góða fólk, bara harðbannað;)

Annars er allt tilbúið fyrir jólin hérna á þriðju til hægri, bara spurning um að henda sturtuhenginu í vél og tæma þvottakörfuna.

Ég og Ára verðum örugglega heima á morgun ef einhverjir eru á ferðinni, heitt á könnunni, piparkökur og konfekt, jólabjór og maltöl...

Engin ummæli: