Jæja...
Þá er ég komin með ælupest - það er nú alltaf jafnhressandi. Greinilegt að ég á að taka inn nokkrar pestir fyrir jólin! Ég krossa bara putta að Áran sleppi - henni verður haldið frá mér í dag að minnsta kosti. Ég geri nú samt ráð fyrir að þetta gangi yfir á sólarhring líkt og slíkar pestir gera - flensusprautan er greinilega ekki málið fyrir mig.
Núna býð ég eftir fréttum af nýjasta barninu í vinahópnum sem er nú heldur betur búið að láta bíða eftir sér, barn Daða og Heiðu. Börnin verða síðan ansi mörg sem bætast í hópinn á næsta ári en þau eru svona að meðaltali tvö í mánuði fram á vor, sumir í first round, aðrir í second round og enn aðrir meira að segja í third round!
Farin að súpa kók og maula fransbrauð!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli