fimmtudagur, desember 04, 2008

Ég væri svo ótrúlega mikið til í það stundum að vera í vinnu til hádegis...

það er eitthvað svo næs eitthvað að koma heim um hádegi en reyndar ekki alveg eins næs að fá helmingi minni laun fyrir utan það að svona lagað er bara ekkert í boði á tímum sem þessum. Sæi fyrir mér að vinna til hádegis, fara í ræktina, koma heim og sjæna íbúðina og versla inn í kvöldmatinn, sækja barnið um þrjú-, fjögurleytið og vera svo bara hrikalega hress:)

En eina ástæðan fyrir því að ég vann til hádegis í dag er útsog nr. 2 - sem hefst eftir rúman hálftíma - stemning!

Engin ummæli: