sunnudagur, desember 21, 2008

Við foreldrarnir vorum nú ansi stolt þegar við fréttum að þessi litla skotta hefði sagt jólasveinum hátt og skýrt nafnið sitt þegar hann spurði hvað hún héti! ÁGÚSTA RUT:) Allt í einu hætt hún bara að segja Ága og segir nafnið alveg rétt.
En í gær vorum við með næturpössun og borðuðum á Caruso í góðra vina hópi. Fórum síðan bara heim og skreyttum jólatréð og fórum ekkert of seint að sofa, sváfum út og þrifum allt hátt og lágt og Andri var síðan dressaður upp hjá Brandi þannig hann fer ekki í jólaköttinn þetta árið en hefur eflaust farið í hann flest öll önnur undanfarin jól;)
Helgi og Gunna

Við foreldrarnir í foreldrafríi:)

Eygló og Brandur - tilvonandi foreldrar 11. maí 2009:)

Eva og Hjalti guðfaðir - tilvonandi foreldrar 11. apríl 2009:)


Núna á ég bara eftir að pakka inn 4 gjöfum og skrifa 4 jólakort, kaupa drykki, konfekt, osta og þannig góss sem gott er að eiga yfir jólin og síðan mega jólin bara koma!
Jólafríið byrjar allaveganna mjög sweeeeeeet


Engin ummæli: