laugardagur, desember 27, 2008

Gleðilega hátíð elsku vinir og ættingjar og kærar þakkir fyrir okkur fjölskylduna:)
Við hjúin fengum margar fallegar gjafir m.a. örbylgjuofn. vöfflujárn, hnífasett frá Kitchen Aid, saltkristalslampa og kertastjaka, matreiðslubók og margar, margar fleiri góðar gjafir.

Heimasætan fékk auðvitað mest af öllum og er nú 6 náttfatasettum, eldhúsi, búðakassa, nokkrum bókum og heimaprjónuðum vettlingum ríkari svo eitthvað sé nefnt!

Nokkrar myndir hér en miklu miklu meira inni www.123.is/agustarut

Við erum auðvitað búin að hafa það yndislegt og njóta þess að vera í fríi, hanga á náttfötunum fram eftir degi, fara í jólaboð og lesa góðar bækur. Alveg eins og það á að vera:)

Feðginin mætt á Búlluna samkvæmt hefð á Þorláksmessu

Vöfflu og heittkakó brunch á Laugarnesveginum

Heimasætan í jólaboði hjá ömmu Ásu

Mætt í bíó á Skoppu og Skrítlu
Jólaparið við nýpressuð og fín:)

Njótið nú hátíðarinnar áfram og stay tuned fyrir áramótaannálinn sem hefur sjaldan verið bitastæðari!




Engin ummæli: