Ég er svo óskaplega glöð að vera aftur orðin ég sjálf...
heilsan er svo sannarlega oft vanmetin og núna ætla ég að reyna að hugsa eins vel um hana og ég mögulega get. Er byrjuð að taka inn Heiði - fæðubótarefni frá Jurtaapótekinu sem á að vera gott í maga og byggja upp ónæmiskerfið, einnig ætla ég að reyna að standa mig í lýsinu og síðan auðvitað að keyra mig ekki alveg út sem kemur svona einstaka sinnum fyrir:)
Við mæðgur hófum daginn á góðri sundferð í Laugardalinn og síðan skelltu feðginin sér í klippingu þannig að húsfrúin er sú eina sem á eftir að láta lappa upp á hárið á sér eins og sést vel á myndinni til hliðar en við systur skelltum okkur í piparkökugerð á Grunninum og náðum að baka alveg hreint heilan helling og á morgun verða þær skreyttar ríkulega með glassúr.
***
Engin ummæli:
Skrifa ummæli