þriðjudagur, desember 02, 2008

Framhaldssagan...

Eins og margir vita hef ég þjást af stíflu, streptókokkasýkingunni, hósta og almennum óþægindum sem því fylgir síðan í byrjun sumars. Pensilínskammtarnir hafa verið ófáir og nefspreyið notað ákaft en allt kemur fyrir ekki - þetta hættir ekki og vill ekki burt!

Hjalli var svo indæll að benda mér að panta mér tíma á háls-, nef og eyrnalækningadeild Landsspítalans og þangað mætti ég galvösk í morgun - vongóð um að loks myndi finnast lausn á vandamáli mínu. Ég lenti á fínum unglækni sem skoðaði mig í bak og fyrir og ég sagði honum sólarsöguna ásamt því að ég væri kennari og ætti barn sem var að byrja á leikskóla þannig að pestir væru allt í kringum mig.

Hann nefndi nokkra möguleika, meðal annars útskolun og myndatöku en fyrst fremst yrði ég náttúrulega að fara aftur á sýklalyf því það væru grasserandi bakteríur þarna. Síðan skrapp hann aðeins fram til að ráðfæra sig við sérfræðing og kom til baka með þær fréttir að það ætti að hefja útskolun - sérfræðingurinn hefði tekið ákvörðun um það þar sem ég hafði verið með þetta svona lengi. Allt í góðu með það og ég var glöð að loks væri eitthvað gert!

Hann byrjaði á því að deyfa mig og þræða blýantslöngum pinnum upp í nefið mitt - sex talsins sem áttu að koma einhverri deyfingu í gang og opna svæðið. Með pinnana sat ég svo á ganginum í um 20 mínútur á meðan deyfingin var að virka.

Þá mætti sérfræðingurinn á svæðið - kona á aldur við mömmu en áður hafði hjúkrunarfræðingurinn útskýrt fyrir mér að það kæmi þrýstingurinn þegar vatni yrði sprautað inn og öllu skolað út. Ég fékk stóran smekk og skál til að halda á og síðan var hafist handa - þeta var ekkert bara lítil dæla heldur voru rörum komið fyrir inni í nefinu og síðan risasprautu stungið inn. Og ó men hvað þetta var vont og samt var búið að deyfa - þrýstingurinn var svakalegur og það sem kom út, blóð og drulla og gröftur og já smekklegt...

En svo ég komi mér nú að punchlæninu - það fyndna var að sérfræðingurinn tók því örugglega þannig að ég væri nokkuð mörgum árum yngri en ég er - allaveganna svona tíu, því allan tímann sem hún var að vinna að þessu fékk ég "uppörvandi" komment eins og þessi: "þú ert nú algjör hetja", "þú er rosa dugleg", "það eru sko ekki allir sem standa sig svona vel" og "það líður yfir mjög marga í þessu". Þetta er nú varla eitthvað sem maður segir við 26 ára gamlan grunnskólakennara með eitt barn á leikskóla! Eða hvað:)

Nú vona ég bara að þetta eigi eftir að hjálpa til en núna er ég með rör í annarri nösinni því ég á að mæta aftur á fimmtudaginn í skol númer 2. Ég stefni náttúrulega ótrauð að því að standa mig alveg eins og hetja - hvað annað:)

Góðar stundir!

Engin ummæli: