laugardagur, febrúar 28, 2004

Laugardagur til lukku eða ólukku???

Fórum í leikhús í gær á fimmstelpur.com, ég, Andri, Lára og Benni kærastinn hennar sátum saman á bekk. Veit ekki alveg hvort strákarnir voru að fíla sig innan um píkuskrækina í kvenkyninu sem voru mættar þarna alveg trylltar. Satt best að segja hélt ég að Andri myndi bara fara þegar myndavélar. ljós og læti voru mætt og tekin voru viðtöl við karlpeningana í salnum. Hann slapp sem betur fer annars hefði ég verið í djúpum skít með það að vera að draga hann á þetta. Ég var nú ekkert alltof ánægð með þessa sýningu, mér finnst Björk alveg að missa sig, Gulla var samt ágæt, Unnur Ösp lala, eina sem mér fannst fyndið var þegar hún talaði um flotkúk í klósettum á skemmtistöðum en annars frekar lame húmor, ég fíla greinilega ekki svona leikrit þar sem er bara verið að rakka karlmenn niður eins og þegar var sagt: Já og svo klippir hann táneglurnar á sér uppi í rúmi", hva er málið með það, ég geri það líka, reyndar bíður rýmið sem við búum í ekki upp á marga staði til að klippa á sér táneglurnar þannig að vænsti kosturinn er að sitja á rúminu!! Guðrún Ás. toppaði þetta samt alveg, fór á kostum, sérstaklega þegar hún tók Godfather röddina á kallinn sinn. Edda Björgvins. var alveg vaxandi í gegnum sína rullu. Já ágætis kvöldskemmtun það. Var svo með smá surprise þegar heim kom og heppnaðist það svona líka svakalega vel!!

Það var ekki fögur sjón að sjá þegar gengið var út úr Selvogsgrunn 8 í morgun klukkan 9:15, búið var að mölbrjóta gluggann farþegamegin á Getzinum, sko mölva hann í tætlur, allt úti í glerbrotum og bíllinn var að koma úr viðgerð eftir margumtalað óhapp Andra og steypuhnullungsins. Samt var ekki búið að stela geislaspilaranum!!! Löggan mætti á svæðið og tók skýrslu af Rut og alles, meira vesenið. Ég rétt náði í vinnuna úff, óheppnin eltir okkur á röndum.

Er svo búin að vera að kynna frábært freyðivín í dag frá Bosca sem heitir Verdi Spumante, svona hálfsætt, örlítið maltbragð í blöndu af epla- og perubragði, já ég er búin að segja þetta nokkrum sinnum í dag! Hvað er samt málið með fólk sem mætir á svona kynningar og drekkur sig blindfullt og er svo röflandi við mann endalaust....þessi kynning verður líka á morgun....ógeðslega margt gott að éta þarna og er því alveg þess virði að mæta, kostar einungis 1500 kr.

Pizzan er að verða ready svo ég kveð að sinni frá grunninum.
Þetta er Linda sem talar frá Selvogsgrunn 8.

Engin ummæli: