sunnudagur, október 24, 2004

.....Áðan leið mér eins og Miröndu í SATC þegar hún var að fá sér kínverskan og konan í símanum sagði allt það sem hún vildi án þess að Miranda kæmi upp orði. Ég fór nefnilega að kaupa mér pizzu á pizzastaðnum hérna í götunni og um leið og ég kom að afgreiðsluborðinu sagði gaurinn: "Ah pizza con prosciutto, peperone (sem er nota bene paprika hérna) e aglio". Já mér var brugðið, fæ ég mér virkilega svona oft pizzu hérna, ég sem hélt að ég væri alltaf að elda!

Segjum það gott í bili
Pizzulinan

p.s. Hjalti ég vona að þú takir símtalinu í gær sem hrósi, framburður Finnanna, Svíanna, Þjóðverjans og Ítalans á nafninu þínu slær öll met, hef sjaldan heyrt eitthvað svona fyndið og þetta er allt til á teipi þannig að það er hægt að hlusta á þetta aftur og aftur. Og án gríns þá var ég að kynna þig til sögunnar sem eitt af okkar íslensku hönkum sem eru á lausu! Verð að leyfa þér að heyra upptöku á þessu.

Engin ummæli: